Grísakótilettur með krönsí kartöflusalati

Uppskrift

Prufaðu að breyta til í meðlætinu með þessu girnilega kartöflusalati. Smakkast einstaklega vel með grísakótilettum eða pylsum. Þessi uppskrift er í boði Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar.

Hráefni

Krönsí kartöflusalat 

 

1 kg litlar kartöflur

160 g grísk jógúrt

80 g sýrður rjómi

80 g majónes

½ sítróna (safinn)

2 tsk. dijon sinnep

3 hvítlauksgeirar

½ agúrka

½ rauðlaukur

Ólífuolía

Salt, pipar, hvítlauksduft

 

Svínakótilettur og annað meðlæti

 

2 pakkar hunangsmarineraðar svínakótilettur frá Ali

1 pakki Cheddar-Jalapeno pylsur frá Ali

1 pakki beikonpylsur frá Ali

1 pakki beikon frá Ali

Ferskur aspas

Maísstönglar

Aðferð

1
Sjóðið kartöflurnar og leyfið þeim síðan alveg að þorna
2
Hitið ofninn í 210°C.
3
Penslið ofnskúffu með matarolíu og hellið kartöflunum í skúffuna.
4
Kremjið þær niður með kartöflustappara/gaffli.
5
Penslið þær með ólífuolíu á efri hliðinni líka og kryddið vel með salti, pipar og hvítlauksdufti.
6
Bakið í ofninum í 45-60 mínútur eða þar til þær verða mjög stökkar.
7
Á meðan kartöflurnar eru í ofninum má píska saman gríska jógúrt, sýrðan rjóma, majónes, sítrónusafa, dijon sinnep og rifin hvítlauksrif. Smakka síðan til með kryddum.
8
Skerið fræin úr agúrkunni og saxið hana næst smátt niður ásamt rauðlauknum og bætið í jógúrtblönduna. Geymið í kæli þar til kartöflurnar eru tilbúnar.
9
Leyfið kartöflunum að kólna í um 5 mínútur áður en þið blandið þeim saman við jógúrtblönduna. Ef þær eru stórar má skera þær aðeins niður fyrst.
10
Næst skal vefja aspas með beikoni og bakið í ofni/á grillinu þar til beikonið verður stökkt.
11
Grillið svínakótilettur og pylsur og sjóðið maís.
12
Berið fram með krönsí kartöflusalati.

Fáanlegt í

Fleiri uppskriftir