Marineraðar kjúklingabringur og leggir með fylltum kartöflum

Uppskrift

Marineraðar bringur og leggir einfalda eldamennskuna mikið og þarf því ekki útbúa sína eigin marineringu heldur bara skella þessu beint á grillið! Bakaðar kartöflur með góðri fyllingu smellpassa síðan með kjúklingnum og agúrkusalatið æðisleg viðbót fyrir þá sem vilja taka máltíðina á næsta stig.

Hráefni

Marineraðir kjúklingabitar með fylltum kartöflum

 

1 pakki Ali hvítlauksmarineraðar kjúklingabringur
1 pakki Ali kjúklingaleggir í hvítlauks- og kryddjurtamarineringu
4 x bakaðar kartöflur
Rifinn Cheddar ostur
Sýrður rjómi
6 sneiðar Ali beikon
Graslaukur (saxaður)
Agúrkusalat (sjá uppskrift að neðan)
Köld sósa

 

Agúrkusalat

 

250 g kirsuberjatómatar
1 agúrka
1 rauðlaukur
3 msk. kóríander (saxað)
70 ml virgin ólífuolía
50 ml rauðvínsedik
2 hvítlauksrif
1 tsk. hunangssinnep
1 tsk. salt

 

Aðferð

1
Skerið tómata, agúrku og lauk niður og setjið í skál ásamt kóríander.
2
Hrærið ólífuolíu, ediki, rifnum hvítlauksrifjum, sinnepi og salti saman í skál og hellið yfir salatið, blandið saman.
3
Geymið agúrkusalatið í kæli.
4
Bakið kartöflurnar og grillið beikonið, saxið það síðan smátt niður og takið til ásamt rifnum cheddar osti, sýrðum rjóma og söxuðum graslauk þar sem þetta er allt fyllingin í kartöflurnar. Gott er að skera aðeins úr kartöflunni til að meira góðgæti komist fyrir og auðveldara verði að blanda öllu saman.
5
Grillið bringur og leggi, berið síðan fram með fylltum bökuðum kartöflum, agúrkusalati og kaldri sósu.

Fáanlegt í

Fleiri uppskriftir