Grísakótilettur í kryddlegi grillmeistarans
Uppskrift
Langar þig að prufa eitthvað nýtt og spennandi á grillið? Þá mælum við með Ali grísakótilettum í kryddlegi grillmeistarans. Þessi dýryndis uppskrift er í boði Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotterí & gersemar.
Meðlæti
Tilvalið er að bera grísakótilettur í kryddlegi grillmeistarans fram með mexíkóostasósu, bakaðri kartöflu og sumarlegu salati.
Aðferð
1
Fjarlægið umbúðirnar og penslið afganginn af BBQ sósunni á kótiletturnar eftir smekk.
2
Setjið kótiletturnar á heitt grillið (200-250°C). Grillið kótiletturnar í 3-4 mín á hverri hlið eða þar til að kjarnhiti hefur minnst náð 67°C. Leyfið kjötinu að hvíla aðeins og útkoman verður ótrúlega safarík og bragðgóð.
3
Meðlæti Mexikó ostasósa: Rífið niður mexíkó kryddostinn og pískið saman við rúmlega við 250 ml. af rjóma á miðlungs hita þar til hann er bráðinn.
4
Bætið 250 ml. af rjóma saman við ásamt klípu af salti, 1 tsk soyasósu og leyfið að malla við mjög lágan hita á meðan þið útbúið annað.
Fáanlegt í
Fleiri uppskriftir
Chilli grillveisla með beikonvöfðum Jalapeno og ostafylltum kartöflum
Fyrir þá sem vilja smá hita í sumar!