Chilli grillveisla með beikonvöfðum Jalapeno og ostafylltum kartöflum

Uppskrift

Einfalt og ljúffengt er yfirskriftin hér og þessi máltíð er tilvalin, hvort sem er til að grilla heima eða til að bjóða upp á í útilegunni! Það er hægt að útbúa ostafyllinguna með fyrirvara sem og að vefja jalapeño svo þá er lítið mál að taka þessa máltíð með í ferðalagið.

Hráefni

Beikonvafið jalapeño

 

7 stk. jalapeño

Chilli rjómaostur (14 tsk.)

7 Ali beikonsneiðar

 

Ostafylltar kartöflur

 

4-5 bökunarkartöflur
110 g sýrður rjómi
50 g majónes
40 g rjómi
2 hvítlauksrif
1 tsk. salt
150 g rifinn cheddar ostur
100 g rifinn piparostur
Graslaukur til að skreyta með

 

Chilli grillmatur

 

2 pk. léttreyktar Ali hunangs- og chilli marineraðar grísakótilettur.
1 pk. Ali Chilli ostapylsur

Aðferð

1
Skerið jalapeño til helminga og fræhreinsið.
2
Fyllið með rjómaosti.
3
Klippið beikonsneiðarnar í tvennt og vefjið hálfri utan um hvert jalapeño.
9
Leggið á álpappír/álbakka og grillið á vel heitu grilli í um 15 mínútur.
6
Hrærið sýrðum rjóma, majónesi, rjóma, hvítlauk og salti saman, bætið síðan báðum tegundum af osti saman við, geymið ostafyllinguna í kæli fram að notkun.
8
Bakið kartöflurnar í ofni/á grilli þar til þær eru mjúkar.
7
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar má setja væna skeið af ostafyllingu í hverja og leyfa henni að bráðna inn í hana, toppið síðan með söxuðum graslauk.
10
Grillið kótiletturnar og pylsurnar og berið fram með ostafylltum kartöflum, beikonvöfðu jalapeño og kaldri sósu að eigin vali.

Fáanlegt í

Fleiri uppskriftir