Grillum saman í sumar

Það er fátt betra en samverustundir með fjölskyldu og vinum yfir ljúffengum mat. Á þessari síðu getur þú fengið innblástur fyrir grillveislu eða fljótlegan grillmat á þriðjudegi, skoðað uppskriftir og kynnt þér einföld hollráð svo að gæðin á Ali grillkjötinu skili sér 100% alla leið á diskinn.

Uppskriftir

Grillkjöt frá Ali

Góð ráð

Hér eru einföld grillráð sem tryggja að gæðin á grillkjötinu skili sér alla leið á diskinn.

Gott er að láta kjötið standa við stofuhita í 30 mínútur áður en það er grillað. Það tryggir jafna eldun.

Notaðu kjöthitamæli til að mæla kjarnhita kjötsins og grillaðu það að ráðlögðu hitastigi. Það er lykilatriði að leyfa kjötinu að hvíla í að minnsta kosti 5 mínútur eftir eldun. Kjarnhiti mun rísa um 3-4 gráður.

Hitið grillið í að minnsta kosti 10-15 mínútur fyrir eldun.

Gott er að bera smá olíu á grillgrindina fyrir eldun það kemur í veg fyrir að kjötið festist við grindina.

Algeng mistök eru að snúa kjötinu of oft á grillinu, best er að snúa því einungis einu til tvisvar sinnum. Notaðu töng til að snúa kjötinu.

Instagram

Kjarnhiti

Svínakjöt
Miðlungs / 67°C
Mikið steikt / 75°C

Kjúklingur
Gegnsteikt / 70°C